top of page
Laxahrygna - Fjardara_female salmon_hen_Iceland_- Seydisfirdi 2023_edited.jpg

Vatnaverur Íslands –félagasamtök um sjávar- og vatnavistkerfi Íslands.

Vatnaverur Íslands_Icelandic watercreatures_Dalrun Kaldakvisl Eygerdardottir.png

Feðginin Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur standa að baki félagasamtökunum Vatnaverur Íslands. Samtökin hafa það að leiðarljósi að ​auðga og dýpka skilning yngri kynslóða Íslendinga á mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í sjávar- og vatnavistkerfum Íslands. Megin markmið samtakanna er að heimsækja skólabörn og fræða þau um ýmsar lífverur í ferskvatni og sjó út frá sjónarhorni sögunnar og líffræðinnar. Félagasamtökin veita nú skólabörnum fræðslu um sögu, líf- og vistfræði hákarlsins og laxins í formi verkefnisins Fiskar í skólastofunni. ​

Dalrún Kaldakvísl_Kalda_Jóhannes Sturlaugsson.jpg

Samtökin rukka ekki inn félagsgjöld í því skyni að tryggja lýðræðislega þátttöku í félaginu óháð fjárhag. Þeir sem óska eftir því að ganga í félagið geta sent inn beiðni um það á netfangið vatnaverur@gmail.com

Samtökin hlutu rekstrarstyrk frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu árið 2024

bottom of page