top of page
Vatnaverur Íslands_Icelandic watercreatures_Dalrun Kaldakvisl Eygerdardottir.png

Markmið fræðslu- og verndarsamtakanna
Vatnaverur Íslands
er að stuðla að sjálfbærni
íslenskra vatnavistkerfa – í þágu vatnavera og eyþjóðar.

Stefnumið samtakanna er að fræða almenning um eina tegunda vatnavera ár hvurt

                        – 2025 er ár hákarlsins hjá samtökunum.

 Heimildamyndin Hákarlasól  

Hakarlar vid Island_Dalrun Kaldakvisl_sharks of Iceland.png
Dalrun Kaldakvisl_kalda_animal historian

 

 

Vistkerfi sjávar og ferskvatns á Íslandi eru iðandi af sérstæðum tegundum og fjölbreyttum búsvæðum er gegna lykilhlutverki við að viðhalda vistfræðilegu jafnvægi. Verndun þessara vistkerfa er brýn þar sem þau standa mörg frammi fyrir fjölmörgum ógnum, þar á meðal loftslagsbreytingum, ofveiði, mengun og eyðileggingu búsvæða. Viðleitni til að vernda þessi búsvæði felur í sér endurheimt búsvæða, verndun tegunda og stofna dýra, mengunarvarnaraðgerðir, stofnun verndarsvæða og vitunarvakningu um líffræðilegt og menningarlegt mikilvægi vatnavistkerfa

 

Kalda  [dr. Dalrún Kaldakvísl] dýrasagnfræðingur, og faðir hennar, Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur, eru drifkrafturinn á bak við frjálsu félagasamtökin Vatnaverur Íslands, sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Samtökin hafa einsett sér að vernda auðugt vatnalíf Íslands með því að styrkja tengsl landsmanna við lífverur í ferskvatni og sjó.  Mikilvægur hluti af þeirri viðleitni felst í því að efla tengsl yngstu kynslóða Íslendinga við hafið, ferskvatnið og lífríki þeirra vistkerfa. Það gera samtökin með því að fræða skólabörn um vatnalífverur út frá sjónarhorni sögunnar og líffræðinnar – bæði í skólunum og á bökkum íslenskra vatna. Ennfremur er markmið samtakanna að styrkja tengslin millum Íslendinga og vatnavera með því að búa til heimildarmyndir um lífið undir vatnsborðinu. Samtökin halda aukinheldur úti fræðslusíðu fyrir almenning um sögu og líffræði vatnavera Íslands.

Stofnandi og stjórnandi, KALDA – dr. Dalrún Kaldakvísl, dýrasagnfræðingur


Meðstjórnandi, Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur


Félagið rukkar ekki inn félagsgjöld til að tryggja lýðræðislega þátttöku í félaginu óháð fjárhag. ​Þeir sem vilja ganga í félagið geta sent beiðni á netfangið: vatnaverur@gmail.com​​​​

 

 

 

 

 

 

 

Um Vatnaverur Íslands

FISKATENGSL | FISH TIES      documentary by Eric Teo.

"Amid Iceland’s marine ecosystem battling challenges like the farmed salmon crisis and the growing impact of climate change, a father-daughter duo is trying to use research and history to reconnect Icelanders with the aquatic world."

Samtökin hlutu rekstrarstyrk frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu árið 2025

bottom of page