Feðginin Dalrún Kaldakvísl sagnfræðingur og Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur standa að baki félagasamtökunum Vatnaverur Íslands. Samtökin hafa það að leiðarljósi að auðga og dýpka skilning yngri kynslóða Íslendinga á mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika í sjávar- og vatnavistkerfum Íslands. Megin markmið samtakanna er að heimsækja skólabörn og fræða þau um ýmsar lífverur í ferskvatni og sjó út frá sjónarhorni sögunnar og líffræðinnar. Á haustönn 2024 munu samtökin standa fyrir heimsóknum til grunnskólabarna í því skyni að vekja athygli þeirra á mikilvægi laxa og hákarla í náttúrulegu og menningarlegu tilliti.
Stofnandi og stjórnandi, Dalrún Kaldakvísl, sagnfræðingur
Meðstjórnandi, Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur
Samtökin rukka ekki inn félagsgjöld í því skyni að tryggja lýðræðislega þátttöku í félaginu óháð fjárhag. Þeir sem óska eftir því að ganga í félagið geta sent inn beiðni um það á netfangið vatnaverur@gmail.com
Samtökin hlutu rekstrarstyrk frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu árið 2024