
Fiskar í
skólastofunni
er styrkt af
-
Menningarsjóður tengdur nafni Jóhannesar Nordal
-
Verkefnasjóður sjávarútvegs
-
Samfélagsráð HS Orku
-
Samfélagssjóður Landsbankans
-
Lista- og menningarsjóður Mosfellsbæjar
Fiskar í skólastofunni:
Hákarlinn og laxinn

Vatnaverur Íslands standa fyrir skólaheimsóknunum Fiskar í skólastofunni. Markmið heimsóknanna er að vekja athygli grunnskólabarna á mikilvægi hákarla og laxa í náttúrulegu og menningarlegu tilliti. Skólaheimsóknunum er ætlað að vera skemmtilegar og leiða til fjörugra umræða millum nemenda þar sem viðhorf skólabarnanna til vistkerfa í sjó og ferskvatni eru meðal annars reifuð. Verkefnið Fiskar í skólastofunni er mikilvægur hluti þeirrar viðleitni að skapa tengsl komandi kynslóða við ár, vötn og sjó.


Dalrún Kaldakvísl stjórnarformaður tók á móti styrk fyrir heimsóknaverkefnið frá úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra.
